Um okkur

Egils Guesthouse er fjölskyldufyrirtæki í eigu Gunnars Jónssonar og Helgu Halldórsdóttur.  Amma og afi Gunnars, Kolfinna Jóhannesdóttir og Þórður Jónsson bjuggu í húsinu að Egilsgötu 8 í rúm 20 ár frá 1967 – 1990 og því á fjölskyldan margar góðar minningar um húsið. Þegar húsið fór í sölu haustið 2010 kviknaði hugmyndin að því að eignast húsið og gera það upp. Eitt leiddi af öðru og nú er húsið eins og nýtt og tilbúið að taka á móti gestum. Það var alltaf mikill gestagangur hjá ömmu og afa þannig að húsið er vant gestakomum! Haustið 2012 keypti fjölskyldan Egilsgötu 6 þar sem nú eru til leigu þrjár studío íbúðir og ein tveggja svefnherbergja íbúð. Vorið 2016 keypti fyrirtækið húsin að Brákarbraut 11 og Brákarbraut 11a og þar er nú Gistiheimilið Kaupangur rekið undir merkjum Egils Guesthouse og kaffihúsið Kaffi Brák.  Í Kaupangi er morgunverðarsalur þar sem gestir Egils Guesthouse geta keypt morgunverð.

Húsin eru afar vel staðsett í Borgarnesi. Þau eru göngufæri á alla helstu staði í gamla bænum í Borgarnesi. Húsið  og íbúðirnar eru vel búin helstu nauðsynjum. Við viljum að gestum okkar líði vel í húsum okkar og þeir njóti dvalarinnar í hlýju og notalegu umhverfi og fari með góðar minningar úr húsunum á Egilsgötu.

Hafþór sonur okkar sér um daglegan rekstur og samskipti við gesti.

Hafþór Ingi Gunnarsson

Við munum leggja okkur fram við að gera dvöl ykkar sem ánægjulegasta fyrir sanngjarnt verð !

Verið velkomin !  Gunnar, Helga og Hafþór

Gunnar and Helga

Comments are closed.