Forsíða

 

Við bjóðum fjölbreytta gistimöguleika á besta stað í gamla bænum í Borgarnesi. Í boði er gisting í fallegum uppgerðum húsum. Um er að ræða hefðbundið gistiheimili með herbergjum og einnig studio íbúðir með eldhúsaðstöðu.

Studio 1 – 30 fm – 2x einbreiðum rúmum, svefnsófi, eldhúskrók, WC – gisting fyrir 2-4 gesti

Stúdíó 2 – 30 fm – 2x einbreiðum rúmum, svefnsófi, eldhúskrók, WC – gisting fyrir 2-4 gesti

Stúdíó 3 – 30 fm – 1x hjónarúm, svefnsófi, eldhúskrók, WC- gisting fyrir 2-4 gesti

Kaupangur – aðalhús – 225 fm. 5 herbergi ýmist með sér bað eða sameiginlegri aðstöðu

• Guesthouse Kaupangur South-Rock íbúð, 2 herbergi eldhús og bað

Morgunverð geta allir gestir okkar pantað en morgunverðarhlaðborð er flesta morgna í Kaupangi milli kl. 8.00 – 10.00. Panta þarf í morgunverð fyrir kl. 18.00 deginum áður.

Íbúðirnar eru vel búin og hafa öll helstu nútíma þægindi. Þvottavélar í öllum íbúðum, WiFi, TV, uppbúin rúm.   Gistihúsið Kaupangur býður upp á hefðbundin herbergi ýmist með sér baði eða sameiginlegu.

Hvort sem um er að ræða rólega dvöl fyrir tvo eða ævintýraferð fjölskyldunnar þá eru svona íbúðir og hús með öllum aðbúnaði mjög hentug lausn fyrir fríið. Gistihúsið sjálft Kaupangur býður notalegt umhverfi í mikilli nálægð við söguna en það er eitt elsta húsið í Borgarnesi, byggt 1876. Hægt er að skipuleggja skemmtilegar dagsferðir til útivistar um allt vesturland frá Borgarnesi. Egils Guesthouse er fjölskyldufyrirtæki sem leigt hefur út húsnæði frá árinu 2011.

Comments are closed